Drengjaflokkur Tindastóls beið lægri hlut fyrir Haukum í gær í úrslitaleik um íslandsmeistaratitilinn.
Leikurinn byrjaði með mikilli taugaspennu þar sem liðið gerðu mistök á báða bóga og stigaskorið eftir fimm og hálfa mínútu 2-1 fyrir Tindastól og staðan í lok fyrsta leikhluta 13-9. Í öðrum leikhluta hrukku Haukarnir í gang og unnu leikhlutann með tíu stiga mun, staðan í hálfleik 27-33 og allt enn galopið. Haukarnir héldu síðan uppteknum hætti í þriðja leikhluta og juku enn muninn, 37-52. Í fjóðra leikhluta var nokkuð jafn með liðunum en lokatölur 53-71.
Tindastólsliðið átti ekki sinn besta dag sem sést m.a. á því að skotnýting í 3 stiga skotum var aðeins 8%. Ljóst er að leikurinn hefði spilast talsvert öðruvísi ef meðalnýting vetrarins í hefði náðst.
Lið Tindastóls: Pétur Rúnar 22 stig/14 fráköst, Viðar 8 stig/12 fráköst, Hannes 8 stig/7 fráköst, Friðrik Stefáns 7 stig/6 fráköst, Sigurður Páll 3 stig/9 fráköst, Finnbogi 2 stig, Hlynur 2 stig, Árni 1/5 fráköst, Þröstur 5 fráköst, Friðrik Hrafn, Pálmi Þórsson og Arnar Freyr.