- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
18. Silfurleikar
ÍR var haldnir í Laugardalshöllinni í Reykjavík laugardaginn 16. nóvember.
Metþátttaka
var á leikunum sem haldnir eru árlega til heiðurs Vilhjálmi Einarssyni og
silfurverðlaunum hans í þrístökki á Olympíuleikunum 1956. Alls kepptu nú 772
börn og unglingar, 17 ára og yngri, frá 29 félögum og samböndum, víðsvegar að
af landinu.
Árangur
Skagfirðinga var glæsileikur á leikunum, unnu sigur í 4 greinum og voru alls 12
sinnum í verðlaunasætum:
Fríða
Ísabel Friðriksdóttir (15) sigraði í þrístökki og 60m grindahlaupi, varð í 2. sæti í
60m og 3. sæti í 200m.
Þorgerður
Bettína Friðriksdóttir (16-17) sigraði í 60m grindahlaupi, varð í 2. sæti í 60m og 3.
sæti í 200m.
Guðný
Rúna Vésteinsdóttir (11) sigraði í kúluvarpi.
Sveinbjörn
Óli Svavarsson (16-17) varð í 2. sæti í 60m grindahlaupi og 3. sæti í 60m.
Vésteinn
Karl Vésteinsson (14) varð í 2. sæti í kúluvarpi.
Ragna Vigdís Vésteinsdóttir (16-17) varð í 3. sæti í hástökki.
Til hamingju með glæsilegan árangur !