- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Sumaræfingar yngri flokka körfuknattleiksdeildar hefjast í þessari viku, nánar tiltekið í dag. Um hefðbundið sumarprógramm verður að ræða, eða tvær æfingar í viku fyrir krakka frá 6. - 10. bekk.
Þjálfari í sumar verður Hreinn Gunnar Birgisson.
Æfingarnar verða fyrir krakka frá 6. - 10. bekk. Á æfingunum verður aldursskipt eftir þörfum. Allar æfingar verða kl. 16.30 - 18.00.
Stelpur - mánudagar og miðvikudagar.
Strákar - þriðjudagar og fimmtudagar.
Æft verður til 13. júní, en þá verður tekið sumarfrí. Æfingar hefjast svo aftur eftir sumarfrí mánudaginn 8. júlí.
Sumaræfingarnar eru innifaldar í æfingagjöldum og því þarf ekki að greiða sérstaklega fyrir þær.
ATH, þar sem aðeins tveir æfingadagar eru til ráðstöfunar í íþróttahúsinu í þessari, verða stelpur með æfingu í dag mánudag en strákar á miðvikudaginn.