- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Leikurinn byrjaði ekki gæfulega þegar Grindvíkingar fengu aukaspyrnu útá kanti, boltinn sveif á fjærstöng þar sem Stefán Pálsson skallaði óvaldaður í mark Grindvíkinga. Stuttu seinna fá þeir hornspyrnu og Juri Grizlij skrúar boltann snyrtilega í fjærvínkilinn.
Eftir þetta náum við betri tökum á leiknum og á 26.min krossar Ingvi Hrannar boltann fyrir markið þar sem Atli Arnarson mætir og klárar vel.
Stólarnir klaufar að gera ekki betur í fyrri hálfleik þar sem þeir stjórnuðu leiknum og sköpuðu sér tækifæri til að gera betur.
Seinni hálfleikur var ekki nóg of góður hjá okkar mönnum. Við vorum mikið með boltann en gekk skelfilega að skapa okkur færi. Við leituðum alltof mikið inní miðja vörn Grindvíkinga þar sem stórir og stæðilegir hafsentar áttu mjög auðvelt með að hreinsa boltana í burtu.
Grindvíkingar bættu við þriðja markinu úr hornspyrnu þegar Jóhann Helgason klippti boltann snyrtilega í netið. Fjórða markið kom síðan þegar korter var til leiksloka. Heimamenn komumst mjög auðveldlega upp vinstri kantinn hjá sér og sendu fyrir það sem völdunin í teignum var arfaslök. Lokatölur 4-1, kannski full stór sigur miðað við gang leiksins, en það er þetta klassísksa.. Það eru mörkin sem telja og við vorum alls ekki nóg of vakandi í völduninni inní teignum. Menn að horfa á boltann en gleyma manninum. Svoleiðis varnarleikur er ekki til útflutnings og vonandi að Donni fari vel yfir þetta fyrir næsta leik, því í rauninni sköpuðu Grindavík sér enginn færi fyrir utan hættur úr föstum leikatriðum.
Sóknarleikurinn var einnig frekar dapur í seinni hálfleik, einhæfur og lítið reynt að nota kantana til þess að komast bakvið vörnina. Ávallt leitað inná miðju þar sem Grindjánar voru sterkir fyrir.
Næsti leikur er á föstudaginn gegn Selfyssingum í Árborg.