- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Karlalið Tindastóls hélt suður yfir heiðar um helgina og spilaði þar tvo æfingaleiki. Liðið tapaði fyrir ÍR á föstudag, en vann Njarðvík á laugardag. Stelpurnar í stúlknaflokki töpuðu síðan æfingaleik sínum við meistaraflokk Þórs.
Strákarnir léku við ÍR á föstudagskvöldið og töpuðu þeim leik með 17 stiga mun. Þeir girtu sig hins vegar í brók fyrir Njarðvíkurleikinn á laugardag og unnu hann með þriggja stiga mun.
George Valentine kom til landsins á laugardagsmorguninn og lék nokkrar mínútur í Njarðvíkurleiknum.
Bárður Eyþórsson þjálfari var fyrst og fremst kátur með að liðið hafi fengið að spreyta sig gegn úrvalsdeildarliðum og sagði margt gott hafa verið í leik liðsins, en jafnframt ýmislegt sem þurfi að laga eins og gengur á þessum árstíma.
Tindastóll spilar heimaleik við Skallagrím á miðvikudagskvöldið og um næstu helgi ætla KR-ingar að koma í heimsókn og spila við Tindastól á föstudag og laugardag. Þórsarar frá Akureyri eru einnig væntanlegir í leiki við Tindastól og KR á laugardeginum. Það verður því nóg um að vera á næstunni. Isacc Miles er væntanlegur í vikunni og liðið verður því vonandi komið með sínar helstu kempur fyrir æfingaleikinn við Skallagrím á miðvikudaginn.
Stelpurnar í stúlknaflokki léku æfingaleik við meistaraflokk Þórs á föstudagskvöldið í Síðuskóla. Leikurinn tapaðist með 19 stiga mun, en leiknir voru fimm leikhlutar og klukkan ekki stöðvuð. Eftir þriðja leikhlutann leiddu okkar stelpur með þremur stigum, en þá fór að halla undan fæti þar Þórsarar nýttu sér leikreynslu sína og líkamlega yfirburði. Í liði Tindastóls var ein 16 ára stúlka, tvær 15 ára og 6 14 ára og stóðu þær sig vel á móti eldra og reyndara Þórsliði.