Tindastóll og KFÍ í samstarf um stúlknaflokk

Tindastóll og Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar hafa komið sér saman um að senda sameiginlegt lið til leiks í Íslandsmóti stúlknaflokks í vetur.

Stúlknaflokkur Tindastóls stóð helst til tæpt mannskapslega séð og því var leitað víða eftir samstarfsfélagi til að senda mætti stelpurnar í Íslandsmót. KFÍ var í sömu sporum og því ákváðu þessi tvö vélög að rugla saman reytum sínum og senda sameiginlegt lið í Íslandsmót stúlknaflokks.

Tindastóll leggur til fjóra leikmenn í liðið hverju sinni en fyrsta mótið verður í Stykkishólmi 13. og 14. nóvember þar sem liðið mun mæta sameiginlegu liði KR og Snæfells og Fjölni.