- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Yfirlýsing frá stjórn
knattspyrnudeildar Tindastóls:
Undanfarnar vikur hefur stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls skoðað
allar hliðar þess að halda liðinu áfram í 1.deild eða hefja leik í
4.deild. Reksturinn hefur verið þungur og ljóst að ekki
yrði haldið áfram á sömu braut, við óbreyttar aðstæður. Tindastóll hefur
síðustu tvö ár leikið í 1.deild og haldið sæti sínu með sóma. Það hefur verið byggt á ungum og afar
efnilegum heimamönnum með tilstyrk erlendra leikmanna auk þess sem lánsmenn
hafa styrkt hópinn.
Á undanförnum dögum hefur hópur fólks í samfélaginu stigið fram og
hvatt okkur til að berjast fyrir sæti liðsins í deildinni og jafnframt boðist
til að leggjast á árarnar með okkur. Eins hafa fyrirtæki viljað leggja okkur
lið og boðist til að standa enn frekar við bakið á okkur í þessum málum. Þessi eindregni stuðningur er forsenda
þeirrar ákvörðunar sem við höfum nú tekið.
Eftir fjölmennan aðalfund í gær þar sem öll stjórn deildarinnar var endurkjörin
hefur sú ákvörðun verið tekin að senda lið Tindastóls til keppni í
1.deild. Liðið mun verða skipað okkar
heimamönnum eins og kostur er en jafnframt styrkt með öðrum leikmönnum.
Við bjóðum öll lið í 1.deild velkomin á Sauðárkróksvöll í sumar. Áfram Tindastóll !
14.janúar 2014
Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls