- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Aðalfundur aðalstjórnar Tindastóls var haldinn miðvikudaginn 24. apríl sl. í Húsi Frítímans.
Fundurinn fór fram með hefðbundnu sniði og var m.a. veittur Starfsbikarinn fyrir óeigingjarnt starf fyrir félagið. Að þessu sinni var bikarinn veittur til Magnúsar Helgasonar sem starfað hefur fyrir félagið í fjölda ára, bæði í aðalstjórn og í stjórn knattspyrnudeildar.
Er Magnús vel að þessari viðurkenningu kominn.
Jafnframt voru veittir styrkir úr Minningarsjóði Rúnars Inga Björnssonar og voru það þær Jóhanna María og Caitlynn úr Júdódeild Tindastóls sem hlutu styrk vegna æfingaferðar til Zagreb.
Núverandi stjórn endurnýjaði umboð sitt og mun starfa næsta tímabil.
Í aðalstjórn Tindastóls sitja: Magnús Barðdal Reynisson formaður, Stefán Árnason gjaldkeri, Sigurlína Erla Magnúsdóttir ritari, Gunnar Traustason og Guðlaugur Skúlason.