Aðalfundur aðalstjórnar Ungmennafélagsins Tindastóls verður haldinn á morgun miðvikudaginn 31.mars eins og auglýst hefur verið. En vegna ástandsins í þjóðfélaginu verður hann haldinn rafrænt og hefst klukkan kl. 20:00.
Linkur á fundinn : https://bit.ly/3frxZzI
Um hefðbundin aðalfundarstörf verður að ræða og eru eins og hér segir:
- Formaður setur fundinn.
- Kosinn fundarstjóri.
- Kosinn fundarritari.
- Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar.
- Formaður flytur ársskýrslu félagsins.
- Gjaldkeri leggur fram reikningatil samþykktar
- Umræður um skýrslu formanns og gjaldkera og reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
- Tillögur lagðar fyrir fundinn.
- Veittar viðurkenningar og styrkir (Íþróttamaður Tindastóls og Minningarsjóður Rúnars Inga Björnssonar).
- Kaffihlé.
- Umræður og afgreiðsla tillagna.
- Lagabreytingar.
- Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun aðalstjórnar til samþykktar og deilda til staðfestingar.
- Ákveðin árgjöld félagsins
- Stjórnarkjör aðalstjórnar:
- Kosinn formaður.
- Kosinn gjaldkeri.
- Kosnir tveir skoðunarmenn og tveir til vara.
- Önnur mál