Frá æfingu í Svíþjóð í fyrra, Iura sýnir bragð.
Næstkomandi helgi, 11. til 13. ágúst, verða haldnar æfingabúðir í júdó í íþróttahúsinu í Varmahlíð.
Búist er við yfir sextíu júdóiðkendum frá Linköping og Stokkhólmi í Svíþjóð, Júdódeild Ármanns í Reykjavík, Pardusi á Blönduósi, Draupni á Akureyri ásamt Júdódeild Tindastóls.
Leiðbeinendur verða m.a. Yoshihika Iura 8. dan og Ann Löf 6. dan, sem búa bæði yfir mikilli þekkingu og reynslu í íþróttinni.
Þessar æfingabúðir eru opnar fyrir alla júdóiðkendur á svæðinu og er ekkert gjald tekið fyrir. Einnig eru allir velkomir að kíkja við og fylgjast með æfingunum, sem verða á eftirfarandi tímum:
Dagur | Tími |
Föstudagur 11. ágúst |
18:00 - 19:30 |
Laugardagur 12. ágúst |
10:00 - 11:30 |
Sunnudagur 13. ágúst |
10:00 - 11:00 |
Sunnudagur 13. ágúst |
11:00 - 12:30 |