- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við Claudiu Valletta um að leika með Tindastóli út tímabilið.
Claudia kemur frá Ástralíu en er einnig með vegabréf frá Möltu. Hún er fædd árið 2003 en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún mikla reynslu.
Hún lék í næstefstu deild í Ástralíu á árunum 2015 til 2021 með liðunum Manly United og Football NSW Institute en núna seinast lék hún í Seríu C á Ítalíu með Bergamo Sharks. Einnig hefur hún leikið með yngri landsliðum Ástralíu.
"Claudia er góð á boltann en er á sama tíma grjóthörð og ósérhlífin leikmaður. Hún er jafnfætt og getur leyst flest allar stöður i vörninni," segir Donni um Claudiu.
"Það er mikið fagnaðarefni að fá Claudiu til okkar. Hún er ungur fjölhæfur leikmaður sem er með landsliðsreynslu frá yngri landsliðum Ástralíu. Henni er ætlað að koma með enn meiri breidd inn í okkar hóp og setja pressu á þá leikmenn sem fyrir eru. Ég veit að okkar góða samfélag tekur vel á móti Claudiu sem á án efa eftir setja skemmtilegan lit á okkar lið," segir Donni.
Claudia er kominn með leikheimild en kemur til landsins á sunnudaginn.