Ísak Óli tvöfaldur Íslandsmeistari á MÍ innanhúss.

60m grindahlaupið. (Mynd: FRÍ).
60m grindahlaupið. (Mynd: FRÍ).

 

MÍ í frjálsíþróttum innanhúss fór fram helgina 23.-24. febrúar í Frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Fremsta frjálsíþróttafólk landsins keppti þar um Íslandsmeistaratitlana, og var keppnin spennandi í flestum greinum. Þátttaka var góð, skráðir keppendur alls 169 frá 14 félögum og samböndum. Frá UMSS voru 6 keppendur, sem stóðu sig allir vel að vanda.

Ísak Óli Traustason varð tvöfaldur Íslandsmeistari, í 60m grindahlaupi hljóp hann á 8,27sek og í langstökki stökk hann 6,80m. Þá varð hann í 2. sæti í 60m hlaupi á 7,07sek (pm) og í 4. sæti í stangarstökki með 4,00m.

Sveinbjörn Óli Svavarsson varð í 4. sæti í 60m hlaupi á 7,23sek og í 6. sæti í 200m hlaupi á 23,19sek.

Í kúluvarpi kvenna varð Aníta Ýr Atladóttir í 5. sæti, kastaði 10,55m (pm), og Ragna Vigdís Vésteinsdóttir í 6. sæti með 10,24m.

Rúnar Ingi Stefánsson jafnaði sinn besta árangur í kúluvarpi, kastaði 11,42m, og Daníel Þórarinsson hljóp 60m á 7,62sek og 200m á 24,19sek.

Í stigakeppni mótsins sigraði FH með 50 stig, í 2. sæti ÍR með 48 stig, í 3. sæti Breiðablik með 21 stig, og lið UMSS hafnaði í 4. sæti af öllum þátttökuliðunum með 8 stig.

HÉR má sjá allar upplýsingar um mótið.