- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Aðalfundur UMF Tindastóls var haldinn í gær í fundarsal sveitarfélagsins í Húsi frítímans. Dagskrá fundarins var samkvæmt lögum félagsins og var ágætlega mætt. Sitjandi stjórn gaf öll kost á sér til áframhaldandi starfa sem var samþykkt. Tvær breytingar urðu á varastjórn og voru þau Einar Ingvi Ólafsson og Sigþrúður Jóna Harðardóttir kosin inn sem varamenn og skoðunarmenn reikninga eru ennþá þeir sömu.
Á fundinum voru gerðar tillögur að lagabreytingum sem voru allar samþykktar og lesa má yfir lög félagsins hér.
Þá var Birni Hansen afhentur starfsbikarinn fyrir frábært starf sem hann hefur unnið í þágu körfuknattleiksdeildar félagsins.