- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Á morgun þriðjudag 3. október spilar Tindastóll í forkeppni FIBA Europe Cup í fyrsta sinn.
Af því tilefni voru nýir búningar hannaðir sem eru eingöngu notaðir í þessari keppni. Þó svo að búningarnir séu nýir er fyrirmynd búningsins sótt til búningana sem Tindastóll lék í fyrstu árin sín í úrvaldsdeild og vekja vafalaust upp einhverjar minningar hjá fólki frá þessum árum.
Búningarnir þá eru eins og sjá má að meðfylgjandi mynd með skárönd og styrktaraðilinn þá, eins og nú, Kaupfélag Skagfirðinga sem hefur verið aðalstyrktaraðili körfuknattleiksdeild Tindastóls í öll þessi ár.
Davíð Már Sigurðsson hannaði og teiknaði búninginn og Henson framleiddi hann.