- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Nú þegar jólafríið nálgast er rétt að koma á framfæri vinnureglum unglingaráðs varðandi æfingar yngri flokkanna í jólafríinu.
Jólafrí þeirra yngri flokka sem ekki taka þátt í Íslandsmótinu fylgir nánast jólafríi Árskóla. Þeir fara í frí frá og með föstudeginum 21. desember og hefja aftur æfingar föstudaginn 4. janúar. Þetta eru Minni- og míkróboltaflokkar drengja og stúlkna.
Síðasta morgunæfingin fyrir jólafrí er á þriðjudag. Körfuboltaskólinn er kominn í jólafrí og verður ekki opnaður aftur fyrr en sunnudaginn 6. janúar.
Æfingar í jólafríi þeirra flokka sem taka þátt í Íslandsmótinu verða svona;
23.- 26. desember frí.
27. des. Æfingar skv. æfingatöflu.
28. des. Engar æfingar vegna jólaballs Lions.
29. des. Æfingar skv. æfingatöflu.
30. des. - 2. jan. frí.
Æfingar hefjast svo aftur eftir frí miðvikudaginn 2. janúar 2013.