- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Í kvöld var haldin foreldraæfing hjá Júdódeild Tindastóls þar sem foreldrar og iðkendur skemmtu sér við júdóiðkun.
Það er fastur liður í starfsemi Júdódeildar Tindastóls að halda foreldraæfingu einu sinni á önn. Þar hafa iðkendur tækifæri á því að bjóða systkinum, foreldrum, öfum, ömmum, vinum og kunningjum með sér á æfingu.
Þetta eru með skemmtilegri æfingum því undantekningalaust virðast allir skemmta sér mjög vel og stundum mætir jafnvel öll fjölskyldan. Þessar æfingar sýna alltaf hvað júdó er góð fjölskylduíþrótt þar sem allir geta átt góða stund saman í glímum og leikjum óháð aldri og kyni - þó sumir fari kannski með nokkra auka marbletti með sér heim.