- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
NM/Baltic U23 2018 í frjálsíþróttum er haldið um helgina 11.-12. ágúst í Gävle í Svíþjóð.
Allar Norðurlandaþjóðirnar senda keppendur á mótið, en frá Eystrasaltsþjóðunum koma aðeins keppendur frá Eistlandi til mótsins nú.
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir UMSS er í hópi íslensku keppendanna. Hún stóð sig mjög vel í hástökkinu, jafnaði skagfirska héraðsmetið, sem hún setti í Bikarkeppni FRÍ fyrir hálfum mánuði og stökk 1,77m. Þessi árangur dugði henni í 5. sæti. Hún stökk allar hæðir í dag í fyrstu tilraun, þar til kom að 1,80m, sem sýnir að hún er á uppleið !
En það eru fleiri frjálsíþróttamót í gangi þessa sömu helgi. Fimm Skagfirðingar keppa á Sumarleikum HSÞ að Laugum í Reykjadal.
Öll úrslit á Sumarleikum HSÞ má sjá HÉR !