Ágætur árangur yngri flokkanna um helgina

Fjórir yngri flokkar tóku þátt í síðustu umferð fjölliðamótanna um helgina og stóðu sig heilt yfir vel.

Stúlknaflokkur
sameiginlegs liðs Tindastóls og KFÍ tryggði sér sæti í úrslitakeppni þessa aldursflokks með því að sigra KR/Snæfell í hreinum úrslitaleik um 4. og síðasta sætið sem gefur kost á sæti í úrslitakeppninni. Stelpurnar sigruðu 36-33 eftir að hafa verið undir 26-33 þegar nokkrar mínútur voru eftir. Þá læstist vörnin og liðið skoraði síðustu 10 stig leiksins. Auk þessa leiks spiluðu stelpurnar við Val, Njarðvík og Keflavík og töpuðust allir þeir leikir. Okkar fulltrúar í liðinu að þessu sinni voru þær Ólína Sif, Árdís Eva og Guðlaug Rún, stóðu þær sig mjög vel.

8. flokkur stúlkna keppti í B-riðli í Hafnarfirði. Stelpurnar unnu einn leik en töpuðu tveimur. Hrafnhildur Sonja sendi heimasíðunni eftirfarandi pistil;

Fyrsti leikurinn á móti KR b sá leikur byrjaði hræðilega fyrir okkur skoruðum ekki stig í fyrsta leikhluta á meðan þær skoruðu 12 stig. Alexandra meiddist strax á fyrstu mínútunum, við máttum ekki við að missa hana þar sem okkur vantaði líka Bjarkey og þær eru með mikilvægustu leikmönnunum okkar. Leiknum lauk með sigri KR b 20-35. Stigin voru svona Hafdís 8, Dagmar 5, Telma 3, Guðlaug 2, og Hera 2. Leikur 2 við Hamar var strax á eftir því Kormákur mætti ekki til leiks svo það riðlaði öllu mótinu. Þessi leikur var miklu betri en sá fyrsti og bara allt annað að sjá til stelpnanna. Áróra fór alveg á kostum í þessum leik og var allt í öllu. Stigin skiptust svona: Áróra 19, Sigrún 8, Dagmar 5, Hafdís 4, Hera 4, Guðlaug 3, Hallgerður 2. Leikur 3 var á móti heimamönnum í Haukum og bæði lið voru að spila hörku vörn og staðan í hálfleik var 2-4. Haukar höfðu svo betur í seinni hálfleik og við vorum alveg ótrúlega óheppnar í skotunum og órúlegt að við skyldum ekki hitta betur, miðað við hvernig við spiluðum. Í stöðunni 23-21 rennur leiktíminn út og við fáum 2 víti, eigum séns á að jafna. En það er rosaleg pressa og við hittum aðeins úr öðru vítinu svo við töpum leiknum með einu stigi.
Stigin skiptust svona Hafdís 6, Sigrún 4, Telma 4, Áróra 4, Dagmar 4.

Hrafnhildur sagði að úrslit mótsins hafi valdið pínu vonbrigðum, en liðið hafi saknað tveggja sterkra leikmanna sem hafi haft áhrif á úrslit leikja.

11. flokkur drengja spilaði hér heima í B-riðli og unnu strákarnir báða leiki sína örugglega, annan gegn Hamar/Þór og hinn gegn Fjölni. Strákarnir ljúka því mótinu með sigri í B-riðli.

Strákarnir í 8. flokki spiluðu í fyrsta skiptið í B-riðli. Þeir hófu leiktíðina í E-riðli og hafa unnið sig alla leið upp í B. Markmiðið var að halda sér þar uppi og það markmið náðist. Strákarnir töpuðu mjög naumlega fyrir Skallagrími/Reykdælum, Njarðvík og Haukum, en unnu Valsmenn í úrslitaleik um hvort liðið héldi sér uppi. Góður árangur hjá strákunum.

Þá vann drengjaflokkurinn Valsmenn örugglega í Íslandsmótinu á sunnudag hér heima.

Sem sagt, fín helgi að baki í boltanum.

Helgina eftir páska heldur 4. umferð Íslandsmótsins áfram, en þá er röðin komin að 9. flokki stúlkna, 7. flokki drengja og 10. flokki drengja. Auk þess eiga drengjaflokkur og unglingaflokkur eftir að spila nokkra frestaða leiki.