- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Norðurlandameistaramót unglinga í fjölþrautum fór fram í Uppsala í Svíþjóð helgina 8.-9. júní. Keppt var í flokkum 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára. Sjö íslenskir keppendur mættu þar til leiks. Bestum árangri íslensku keppendanna á NM náði Sindri Magnússon Breiðabliki, sem vann til silfurverðlauna í tugþraut 20-22 ára.
HÉR má sjá íslenska liðið.
Samhliða NM-unglinga fór fram landskeppni Eistlands, Finnlands og Svíþjóðar í tugþraut karla og sjöþraut kvenna. Ísak Óli Traustason UMSS keppti þar sem gestur, ásamt þeim Andra Fannari Gíslasyni KFA og Benjamín Jóhanni Johnsen ÍR. Ísak Óli vann til silfurverðlauna á NM 20-22 ára fyrir 2 árum.
Árangur Ísaks Óla í einstökum greinum í tugþraut karla:
Á fyrri degi hljóp hann 100m á 11,08 (pm- átti 11,14sek), stökk 6,98m í langstökki og kastaði kúlu 11,98m (pm- átti 11,92m). Honum mistókst svo því miður í hástökki, felldi byrjunarhæð sína (1,75) þrisvar og fékk því ekki stig þar. Hann hljóp síðan gott 400m hlaup á 51,02sek (pm- átti 51,07sek).
Á seinni degi byrjaði hann í 110m grindalaupi, hljóp á 14,84sek, (hans besti tími, en meðvindur of mikill +4,1m/sek). Kastaði síðan kringlu 38,60m og stökk 4,05m í stangarstökki (pm- átti 4,00m). Ísak Óli sleppti síðan tveimur seinustu greinum þrautarinnar, spjótkasti og 1500m hlaupi.
Vissulega góður árangur, fjögur persónuleg met, þó ekki tækist að ljúka þrautinni að þessu sinni, og lofar góðu fyrir komandi mót í sumar.
HÉR má sjá heimasíðu mótanna, þar sem sjá má Öll úrslit mótanna.