- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Iðkendur Júdódeildar Tindastóls kepptu á jólamóti sem fram fór í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í dag.
Góð mæting var á jólamótið sem markar lok starfs júdódeildarinnar á árinu. Alls mættu 26 keppendur til leiks, 17 stelpur og 9 strákar. Rúmlega þriðjungur keppenda æfir austan Vatna, en þar fara æfingar fram á Hofsósi einu sinni viku undir handleiðslu Jakobs Smára bónda Pálmasonar í Garðakoti.
Margar glímur voru jafnar og skildi oft lítið á milli sigurs og taps. Allir mega þó vera sáttir við sína frammistöðu enda stóðu iðkendur sig mjög vel og gáfu lítið eftir í sínum glímum þó stundum væri við ofurefli að etja.
Allir fengu hengdan gullpening um hálsinn eftir mótið og var keppendum og áhorfendum síðan boðið upp á pítsur sem er tilhlökkunarefni margra og runnu þær ljúft niður.
Hér fyrir neðan má sjá úrslit mótsins og nokkrar myndir sem Katharina Sommermeier tók.