- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Júdóæfingar hefjast hjá Júdódeild Tindastóls næstkomandi þriðjudag, 24. september.
Júdóæfingar verða á þriðjudögum og miðvikudögum samkvæmt æfingatímatöflu. Að þessu sinni er iðkendum skipt upp í tvo aldurshópa þar sem yngri hópurinn samanstendur af iðkendum 10 ára og yngri. Þó eru yngri iðkendur, sem æft hafa áður, velkomnir að mæta á æfingar eldri hópsins.
Fimm þjálfarar munu skipta með sér þjálfun í vetur á Sauðárkróki: Annika Noack 4. kyu, Jakob Smári Pálmason 1. kyu, Magnús Freyr Gíslason 1. kyu, Magnús Hafsteinn Hinriksson 4. kyu og Sigurður Bjarni Rafnsson 4. kyu. Jakob Smári mun einnig sjá um æfingar hjá Neista á Hofsósi, sem fara fram í Höfðaborg frá klukkan 14:30 til 16:30 á þriðjudögum.
Opnað hefur verið fyrir skráningar á námskeiðin í gegnum NÓRA (sjá leiðbeiningar) og vakinn er athygli á systkinaafslætti sem er útskýrður með verðskránni. Hægt er að leigja búning hjá deildinni til að byrja með en einnig er boðið upp á að kaupa búning þegar líður á önnina.