- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Þrír iðkendur Júdódeildar Tindastóls kepptu á Vormóti JSÍ yngri flokka sem fram fór í Reykjavík í dag.
Systkinin Þóranna Ásdís Fjólmundsdóttir og Arnór Freyr Fjólmundsson ásamt Tsvetan Tsvetanov Michevski voru fulltrúar Júdódeildar Tindastóls á Vormóti yngri flokka sem fram fór í Reykjavík í dag. Þetta mót er haldið af Júdósambandi Íslands og áttu flest júdófélög á Íslandi fulltrúa á mótinu.
Eins og áður atti Þóranna Ásdís kappi við stráka vegna þess hversu fáar stúlkur voru skráðar til leiks. Hún mætt ákveðin til leiks í U13 -42kg flokki og eftir hörku glímur endaði hún í þriðja sæti. Arnór Freyr varð einnig að láta sér lynda þriðja sætið í U15 -50kg flokki eftir mjög góða frammistöðu. Þriðja bronsið kom svo í hlut Tsvetan sem keppti í U21 -90kg flokki og stóð sig virkilega vel.
Það er gaman að fylgjast með framförum þessara glæsilegu og prúðu fulltrúa Tindastóls og sjá hvernig þau styrkjast sem júdómenn og einstaklingar með hverju mótinu sem þau taka þátt í.
Að móti loknu skemmti hópurinn sér saman í keilu áður en haldið var heim á leið.