- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Drengirnir í meistarflokk Tindastóls í knattspyrnu eiga leik í kvöld gegn KA 3 í Kjarnafæðismótinu. Leikurinn fer fram á KA-vellinum og hefst klukkan 20:00.
Það er vonandi að leikurinn fari fram því að um síðastliðna helgi átti liðið að leika gegn Hömrunum í sama móti en þeim leik var frestað tvívegis og hefur ekki ennþá verið leikinn. Óvíst er hvenær sá leikur verður spilaður. En samkvæmt spánni ætti heiðin að vera vel greiðfærð í dag og kvöld.
Liðið hefur endurheimt Svíþjóðarfarana Einar Ísfjörð, Jón Gísla og Sigurð Pétur en þeir voru á reynslu hjá Örgryte IS í Svíþjóð í seinustu viku og að þeirra mati tókst dvölin afar vel.
Drengirnir eru ennþá ósigraðir í riðlinum en þeir hafa leikið tvo leiki í því. Þeir unnu KA 4, 4-1 og Samherja, 5-1. Samkvæmt vef KSÍ er Arnar Ólafsson leikmaður Tindastóls markahæstur í riðlinum með 4 mörk skoruð.
Samkvæmt gildandi sóttvarnarlögum er áhorfendabann á leiknum.