- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hinar ungu og efnilegu Fanney Maríu Stefánsdóttur, Emmu Katrínu Helgadóttur, Klöru Sólveigu Björgvinsdóttur og reynsluboltann Kristínu Höllu Eiríksdóttur um að leika með meistaraflokk kvenna á næstu leiktíð. Helgi Freyr þjálfari segist mjög ánægður með þennan þétta hóp heimastúlkna, „Ég er mjög ánægður að þessi kjarni heimastúlkna sé klár fyrir átökin í vetur. Það er mikilvægt að hafa traustan kjarna í liðinu til að byggja á. Liðið mun leggja sig fram í vetur við að spila skemmtilegan körfubolta og metnaðurinn er svo sannarlega til staðar hjá félaginu til þess. Við ætlum því að halda áfram að styrkja hópinn og vonandi fáum við fleiri fréttir af leikmönnum á næstunni.“