- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Kvennalandsliðið í Júdó mun æfa í íþróttahúsinu á Sauðárkróki síðustu helgina í ágúst.
Sterkustu júdókonur landsins munu koma saman á Sauðárkróki helgina 24. til 26. ágúst næstkomandi og æfa undir stjórn landsliðsþjálfara kvenna í Júdó, Önnu Soffíu Víkingsdóttur.
Þó að um landsliðið sé að ræða eru þessar æfingabúðir líka hugsaðar fyrir allar stelpur, 15 ára og eldri, sem hafa áhuga á því að æfa Júdó. Það eru ekki sett nein beltaskilyrði fyrir þátttöku og geta yngri iðkendur með nægilega reynslu fengið undanþágu frá aldurstakmarki.
Þetta er fyrsta skrefið í að gera kvennajúdó sýnilegra á Íslandi og verður öllum boðið að fylgjast með opinni æfingu sem fer fram frá klukkan 15 til 17 laugardaginn 25. ágúst.
Það er heiður fyrir Júdódeild Tindastóls að Sauðárkrókur hafi orðið fyrir valinu sem æfingastaður og eru allir hvattir til að leggja leið sína í íþróttahúsið á laugardagseftirmiðdaginn og fylgjast með landsliðinu æfa.