- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls hefur ráðið Lee Ann Maginnis sem framkvæmdastjóra deildarinnar. Lee Ann mun starfa með stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls, barna- og unglingaráði félagsins og þjálfurum. Hún hefur hafið störf.
Lee Ann er reynslumikil á sviði rekstrar knattspyrnudeilda. Hún er lögfræðimenntaður kennari og starfar sem umsjónarmaður dreifnáms FNV í Austur-Húnavatnssýslu á Blönduósi.
Lee Ann mun flytja á Sauðárkrók í vor ásamt syni sínum.
Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls óskar Lee Ann velfarnaðar í starfi og hlakkar til samstarfsins.