- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Meistaraflokkar Tindastóls í knattspyrnu eiga báðir leik í Kjarnafæðismótinu um helgina. Karlaliðið spilar gegn Hömrunum í kvöld, föstudaginn 4. febrúar klukkan 20:00 og kvennaliðið leikur gegn Þór/KA á sunnudaginn, 6. febrúar klukkan 15:00.
Tindastóll-Hamar hjá körlunum, tvífrestaður leikur, er eiginlega hreinn og klár úrslitaleikur. Liðin eru jöfn að stigum með níu stig en Tindastóll er með +12 í markatölu á meðan Hamrarnir eru með markatöluna +7. Tindastól nægir því jafntefli til að sigra riðilinn en Hamrarnir þurfa sigur.
Tindastóll-Þór/KA hjá konunum er einungis annar leikur Tindastólskvenna í vetur. Þær töpuðu gegn Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir og leik þeirra gegn Völsungi hefur verið frestað og ekki komin dagsetning á hann. Bandarísku Tindastólsstelpurnar Amber Michel og Murielle Tiernan eru komnar til landsins og munu leika með liðinu um helgina.
Leikirnir fara báðir fram í Boganum á Akureyri og nú mega áhorfendur mæta og því hvet ég alla til að mæta í Bogann um helgina og styðja Tindastól.