- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Markmaðurinn Margrét Rún Stefánsdóttir hefur verið valin í úrtakshóp U17 ára landsliðs Íslands sem mun koma saman og æfa í næstu viku, 10.-12. janúar í Skessunni í Hafnafirði.
Þjálfari U17 ára liðsins er Magnús Örn Helgason og er næsta verkefni liðsins milliriðlar undankeppni EM 2022 sem fer fram á Írlandi dagana 23.-29. mars. Þar er Ísland í riðli með Írlandi, Finnlandi og Slóvakíu.
Margrét hefur undanfarin ár verið viðlogandi yngri landslið Íslands en hún var fyrst valin í æfingahóp U15 í byrjun árs 2020 og í sumar var hún í lokahóp U16 fyrir Norðurlandamót þar sem hún stóð sig með prýði.
Margrét Rún á að baki 3 meistaraflokks leiki með Tindastól og 3 leiki með yngri landsliðum Íslands.