Meistaramót Íslands 2024

98. Meistaramót Íslands i frjálsum íþróttum fór fram síðast liðna helgi á Akureyri.

 

Við áttum þrjá keppendur á þessu móti og náðu þau fínum árangri.

 

Stefanía Hermannsdóttir keppti í spjótkasti, þar varð hún fimmta með kast uppá 34,85m.

Sveinbjörn Óli Svavarsson hljóp sig inní úrslit í 100 metrunum og nældi sér svo í þriðja sætið með því að hlaupa á tímanum 10,99 í úrslitahlaupinu. Hann hljóp líka 200 metrana og varð í áttunda sæti þar.

Ísak Óli Traustason varð þriðji bæði í kúluvarpi með kast uppá 13,63 og kringlukasti þar sem kringlan fór 41,41 hjá honum.

 

Úrslit mótsins í heild sinni má sjá hér.

Myndir frá mótinu eru inná flickr síðu FRÍ.