- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum ih., aðalhluti, fór fram helgina 24.-25. febrúar í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í Reykjavík. Á mótinu keppti fremsta frjálsíþróttafólk landsins og var hörkukeppni í flestum greinum. Sex Skagfirðingar voru á meðal keppenda: Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Ísak Óli Traustason, Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Sveinbjörn Óli Svavarsson, Vignir Gunnarsson og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir.
HÉR má sjá öll úrslit.
Helstu fréttir frá fyrri degi:
Jóhann Björn Sigurbjörnsson: 2. sæti í 60m hlaupi 7,00sek. (6,97sek í undanúrslitum, 2/100sek frá pm).
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir: 2.-3. sæti í hástökki 1,70m.
Ísak Óli Traustason: 6. sæti í stangarstökki 4,02m (pm - bætti sig um 12cm).
Sveinbjörn Óli Svavarsson: 7. sæti í 60m hlaupi 7,24sek. (7,23sek í undanúrslitum, jöfnun á pm).
Vignir Gunnarsson: 8. sæti í kúluvarpi 12,45m (pm).
Helstu fréttir frá seinni degi:
Ísak Óli Traustason: 1. sæti í 60m grindahlaupi 8,26sek (pm - bætti sig um 8/100sek), og 2. sæti í langstökki 6,75m.
Sveinbjörn Óli Svavarsson: 5. sæti í 200m hlaupi 23,07sek (pm).
Hrafnhildur Gunnarsdóttir: 8. sæti í kúluvarpi 10,20m.
UMSS endaði í 4. sæti í verðlaunum talið, af 12 félögum og samböndum sem kepptu á mótinu, og í 6. sæti í heildarstigakeppninni !
Til hamingju öll !