MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands 15 – 22 ára fór fram helgina 21. – 23. júní á Selfossi.

Við áttum 3 keppendur á mótinu sem kepptu undir merkjum UMSS.

Stefanía Hermansdóttir (21 árs) nældi sér í tvö silfur annað í kringlukasti og hitt í spjótkasti.

 Amelía Ýr Samúelsdóttir (15 ára) hljóp 80 metrana og lenti í 14 sæti. Hún endaði þrettánda í langstökki og tíunda í kringlukasti.

Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir (15 ára) nældi sér í silfur í 80 metra hlaupi og hljóp úrslitahlaupið á 11,10 sem er nýtt persónulegt met hjá henni. Annað silfur í 300 metra hlaupi einnig á nýju persónulegu meti, tími 45,05. Varð önnur í 80 metra grindarhlaupi og bætti í leiðinni sinn besta tíma úr 13,97 í 12,90. Þessi árangur er sömuleiðis undir viðmiði í úrvalshóp FRÍ fyrir hennar aldur. Enn eitt silfrið í 300 metra grindahlaupi á tímanum 52,46. Svo varð hún sjöunda bæði í hástökki og kúluvarpi. Varð níunda í langstökki. Sjötta í kringlukasti og tólfta í spjótkasti.

 

Myndir frá mótinu má finna hér á Flickr síðu FRÍ

Úrslits mótsins í heild sinni má sjá hér.