- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Meistaramót Íslands í fjölþrautum frjálsíþrótta fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 10.-11. febrúar. Keppt var í sjöþraut karla og fimmtarþraut kvenna, einnig í fjölþrautum í yngri flokkum pilta og stúlkna.
Ísak Óli Traustason UMSS var á meðal keppenda. Hann stóð sig frábærlega, hlaut 5214 stig, bætti sinn fyrri árangur í sjöþraut um 285 stig, og varð í 2. sæti eftir æsispennandi keppni við Inga Rúnar Kristinsson Breiðabliki, sem hlaut 5294 stig. Árangur Ísaks Óla í einstökum greinum: 60m hlaup 7,13sek (pm), langstökk 7,08m, kúluvarp 12,18m (pm), hástökk 1,85m (pm), 60m grind. 8,34sek (pm), stangarstökk 3,90m (=pm) og 1000m hlaup 2:49,66mín (pm). Hann bætti sinn fyrri árangur í fimm greinum og jafnaði í einni, af greinunum sjö í þrautinni !
HÉR er hægt að sjá allt um MÍ í fjölþrautum.
Á sama stað og tíma fór fram MÍ-öldunga í frjálsíþróttum og þar voru meðal keppenda feðgarnir Karl Lúðvíksson og Theodór Karlsson UMSS. Karl keppti 6 greinum í flokki 65-69 ára, 60m hlaupi, 60m grind., hástökki, langstökki, þrístökki og stangarstökki, og varð meistari í öllum. Theodór keppti í 5 greinum í flokki 40-44 ára, 60m hlaupi, hástökki, langstökki, þrístökki og stangarstökki, og varð líka meistari í öllum.
HÉR er hægt að sjá allt um MÍ-öldunga
.