- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11 - 14 ára, var haldið helgina 24. -25. júní í Kópavogi í umsjón Breiðabliks.
Keppendur á mótinu voru samtals 205. Í liði Skagfirðinga voru 8 keppendur: Andrea Maya Chirikadzi (14), Indriði Ægir Þórarinsson (13), Isabelle Lydia Chirikadzi (11), Óskar Aron Stefánsson (13), Rebekka Dröfn Ragnarsdóttir (13), Stefanía Hermannsdóttir (14), Steinar Óli Sigfússon (13) og Tanja Kristín Ragnarsdóttir (11).
Af úrslitum fyrri dags er það helst að frétta, að Andrea Maya Chirikadzi vann til silfurverðlauna í kúluvarpi 14 ára stúlkna, kastaði 10,31m, og sama gerði Óskar Aron Stefánsson í spjótkasti 13 ára pilta, sem kastaði 33,61m.
Á seinni degi unnu Skagfirðingar einnig tvenn silfurverðlaun, Stefanía Hermannsdóttir í spjótkasti 14 ára stúlkna, kastaði 30,76m, og Rebekka Dröfn Ragnarsdóttir í kúluvarpi 13 ára stúlkna, kastaði 10,00m. Þá vann Tanja Kristín Ragnarsdóttir til bronsverðlauna í hástökki 11 ára stúlkna, stökk 1,21m.
Í samanlagðri stigakeppni mótsins sigraði lið HSK/Selfoss með miklum yfirburðum, hlaut 1301,2 stig (70 keppendur), í 2. sæti varð lið Breiðabliks með 377,5 stig (19 keppendur), og lið FH í 3. sæti með 375 stig (30 keppendur). Skagfirðingar urðu í 6. -7. sæti af 16 félögum og samböndum, með 108 stig.
Mikið var um bætingar hjá okkar fólki. Til hamingju öll með frábæran árangur !
Hægt er að sjá öll úrslit mótsins HÉR !