- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
93. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram á Laugardalsvellinum í Reykjavík helgina 13.-14. júlí, í umsjón ÍR-inga.
Besta frjálsíþróttafólk landsins, um 200 talsins, keppti þar um 37 Íslandsmeistaratitla.
Átta Skagfirðingar kepptu fyrir hönd UMSS á mótinu. Þar á meðal voru tveir af Íslandsmeisturum síðasta árs, þegar mótið fór fram á Sauðárkróki, þeir Jóhann Björn Sigurbjörnsson í 100m og 200m hlaupum og Ísak Óli Traustason í 110m grindahlaupi.
Af árangri Skagfirðinganna:
Ísak Óli Traustason varð Íslandsmeistari í 110m grind., hljóp á 15,14sek. Hann vann einnig til silfurverðlauna bæði í stangarstökki, með 4,20m (pm), og í langstökki með 6,81m.
Jóhann Björn Sigurbjörnsson varð í 3. sæti í 200m hlaupi (tímataka mistókst !). Þá náði hann næstbesta tímanum í undanrásum 100m hlaups (10,95sek), en brá því miður of fljótt við í úrslitahlaupinu og var dæmdur úr leik.
Sveit UMSS í 4x100m boðhlaupi karla var einnig dæmd úr leik.
Stefanía Hermannsdóttir varð í 4. sæti í spjótkasti, kastaði 31,89m (pm).
Rúnar Ingi Stefánsson varð í 4. sæti í spjótkasti, kastaði 40,15m.
Ragna Vigdís Vésteinsdóttir varð í 6. sæti í kúluvarpi, kastaði 9,98m.
Andrea Maya Chirikadzi bætti árangur sinn í kúluvarpi, kastaði 9,69m (pm).
Öll úrslit mótsins má sjá HÉR.
Stigakeppni liðanna:
1. ÍR 76 st., 2. FH 72 st., 3. Breiðablik 27 st., 4. KFA 10 st., 5. HSK/Selfoss 10 st., 6. UMSS 8 st., en alls tóku 15 lið þátt í mótinu.
Til hamingju með góða frammistöðu Skagfirðingar !