MÍ öldunga í frjálsíþróttum innanhúss.

Karl sigrar í 60m hlaupi.
Karl sigrar í 60m hlaupi.

 

Meistaramót öldunga í frjálsíþróttum ih. fór fram í Laugardalshöllinni helgina 16.-17. febrúar. Skv. Reglugerð FRÍ um mótið skal keppt í fimm ára aldursflokkum, og skulu yngstu aldursflokkar vera fyrir 30-34 ára, bæði í karla- og kvennaflokkum.

Keppendur á mótinu nú voru 65. Feðgarnir Karl Lúðvíksson og Theodór Karlsson héldu uppi merki Skagfirðinga og unnu 7 gullverðlaun, 1 silfurverðlaun og 1 bronsverðlaun.

Theodór Karlsson UMSS (40-44 ára) sigraði í hástökki, langstökki, þrístökki og stangarstökki.

Karl Lúðvíksson UMSS (65-69 ára) sigraði í 60m hlaupi, hástökki og langstökki, varð í 2. sæti í 60m grindahlaupi og 3. sæti í stangarstökki.

Til hamingju Theodór og Karl !

HÉR má sjá allt um MÍ öldunga 2019 !