- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Nú er önnur umferð fjölliðamótanna að hefjast um næstu helgi og eru það fjórir flokkar sem hefja umferðina. 8. flokkur stúlkna keppir hér heima, stúlknaflokkur í Grafarvogi, 8. flokkur drengja á Akureyri og 11. flokkur drengja í Kópavogi. Þá spilar unglingaflokkur karla við Breiðablik á laugardaginn.
Stelpurnar í 8. flokki spila í B-riðli hér heima gegn Kormáki, Snæfelli, Hamar/Þór Þorlákshöfn og Njarðvík. Leikjaprógrammið þeirra er svona:
10-11-2012 11:00 | gegn Kormákur 8. fl. st. | - | Sauðárkrókur |
10-11-2012 14:00 | gegn Snæfell 8. fl. st. | - | Sauðárkrókur |
11-11-2012 10:00 | gegn Hamar/Þór Þ. 8. fl. st. | - | Sauðárkrókur |
11-11-2012 13:00 | @ Njarðvík 8. fl. st. | - | Sauðárkrókur |
Stúlknaflokkur er í sameiginlegu liði með KFÍ og núna bætast tvær stúlkur frá Patreksfirði við hópinn og úr er orðið fjölþjóðalið ef svo má segja. Þær spíla í B-riðli í Rimaskóla í Grafarvogi:
10-11-2012 13:45 | @ KR/Snæfell st. fl. | - | Rimaskóli |
10-11-2012 16:15 | @ Breiðablik st. fl. | - | Rimaskóli |
11-11-2012 09:00 | gegn Fjölnir st. fl. | - | Rimaskóli |
8. flokkur drengja keppir í Glerárskóla á Akureyri í C-riðli en strákarnir rúlluðu D-riðlinum upp síðast:
10-11-2012 12:30 | @ Þór Ak. 8. fl. dr. | - | Glerárskóli |
10-11-2012 14:30 | @ Fjölnir b 8. fl. dr. | - | Glerárskóli |
10-11-2012 16:30 | @ Ármann 8. fl. dr. | - | Glerárskóli |
11. flokkur drengja keppir svo í Smáranum í Kópavogi í B-riðli:
10-11-2012 13:45 | gegn Fjölnir 11. fl. dr. | - | Smárinn |
10-11-2012 17:30 | gegn Þór Ak. 11. fl. dr. | - | Smárinn |
11-11-2012 11:30 | gegn Breiðablik 11. fl. dr. | - | Smárinn |
11-11-2012 14:00 | gegn Hamar/Þór Þ. 11. fl. dr. | - | Smárinn |
Unglingaflokkur karla spilar sinn þriðja leik í Íslandsmótinu á sunnudaginn hér heima fyrir leik sömu liða í Lengjubikarnum. Þeir hafa unnið einn leik og tapað einum það sem af er. Nánari upplýsingar um unglingaflokk má sjá HÉR.
Vegna fjölliðamóts 8. flokks stúlkna fellur körfuboltaskólinn niður á sunnudaginn og laugardagsæfingar færast niður í barnaskóla.