- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Norðurlandamót ungmenna í fjölþrautum frjálsíþrótta fer fram í Kuortane í Finnlandi dagana 10.-11. júní. Keppt er í tugþraut pilta og sjöþraut stúlkna, í aldursflokkunum 20-22 ára, 18-19 ára og 16-17 ára. Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið keppendur sína, sem eru:
Ísak Óli Traustason UMSS (20-22).
Tristan Freyr Jónsson ÍR (20-22).
Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki (18-19).
Helga Margrét Haraldsdóttir ÍR (16-17).
Kolbeinn Tómas Jónsson ÍR (16-17 ára).
Þjálfarar og fararstjórar verða Þráinn Hafsteinsson og Brynjar Gunnarsson.
Við óskum hópnum góðrar ferðar og munum að sjálfsögðu fylgjast vel með !