Nýjir þjálfarar hjá Unglingaráði kkd. Tindastóls

Unglingaráð kkd. Tindastóls hefur skrifað undir samning við Maríu Önnu Kemp Guðmundsdóttir um að þjálfa tímabilið 2023 -24 og út sumarið 2024.

María Anna er með BA. í uppeldis- og menntunarfræðum, fyrrverandi leikmaður hjá meistarafl. Grindavík og Keflavík auk þess spilaði hún í yngri landsliðum. María Anna mun sjá um þjálfun hjá 1.-4. bekk drengja og stúlkna og 7.- 9.fl. stúlkna. María Anna hóf störf hjá Unglingaráðinu í vor þegar hún tók við þjálfun stúlkna í 7.-8.fl auk þess hefur hún verið með yngri hópa í SumarTím. 

 

 

Cosmin Blagoi FIBA þjálfari, hefur einnig verið ráðin þjálfari hjá Unglingaráði kkd. Tindastóls tímabilið 2023-2024.

Blagoi mun þjálfa 7.-11.flokk drengja og Ungmennaflokk karla. Hann mun einnig aðstoða Helga Freyr Margeirsson með meistarafl. kvenna og akademíu FNV.

 

 

 

 

 

 Æfingar eru að hefjast hjá elstu hópunum og munu þær verða tilkynntar í lok vikunnar. Æfingar yngri hópa hefjast í skóla byrjun.