Nýliðadagar sunddeildarinnar

Hrekkjavökupartý 2023
Hrekkjavökupartý 2023

Nýliðadagar verða frá mánudeginum 22.janúar til fimmtudagsins 25.janúar.

Allir áhugasamir eru velkomnir að mæta á æfingar og máta sig við sundið áður en ákvörðun er tekin um skráningu.

Það er ávalt líf og fjör á æfingum hjá okkur, og alltaf gaman að fá nýja iðkendur í hópinn. 

Það er margt skemmtilegt framundan hjá deildinni, og hlökkum við til vorannarinnar með iðkendum. Við höldum áfram að halda góðu sambandi við Sunddeild Hvatar á Blönduósi og vonandi bætast fleiri deildir í félagsskapinn með tímanum, enda gott fyrir krakkana að kynnast öðrum sundkrökkum og styrkja tengslanetið.

Haustið var gott og hafa sundgarparnir staðið sig mjög vel. Miklar framfarir hafa átt sér stað hjá iðkendum, og er ávalt ánægjulegt að sjá gleðina sem fylgir því að öðlast nýja færni og meira öryggi í vatninu.  Á hrekkjavökunni var svo haldið heljarinnar froðupartý, og á aðventunni var jólahúfu-sundæfing. 

Hlökkum til að taka á móti nýjum sem vönum sundgörpum og sjáumst hress í lauginni.

Bestu kveðjur,

þjálfarar