- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Pétur Rúnar Birgisson var í kvöld valinn íþróttamaður Tindastóls árið 2016. Pétur átti frábært ár sem körfuknattleiksmaður og er orðinn einn af bestu körfuknattleiksmönnum landsins þrátt fyrir ungan aldur. Pétur hefur undanfarin þrjú keppnistímabil stýrt liði Tindastóls sem leikstjórnandi í ungling-, drengja og meistaraflokki Tindastóls og staðið sig frábærlega í því hlutverki. Einnig lék Pétur stórt hlutverk með U20 ára landsliðinu á árinu þar sem liðið vann sig upp í að leika sem A þjóða. Þá á Pétur stóran þátt í því að lið Tindastóls er í efsta sæti Úrvalsdeildarinnar í körfubolta auk þess sem hann var valinn í úrvalslið Dominos deildarinnar 16. desember sl.
Aðrir sem tilnefndir voru til íþróttamanns Tindastóls voru:
Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri afhenti Pétri farandbikar og bikar til eignar ásamt Helga Sigurðssyni formanni Tindastóls á sérstakri athöfn sem fram fór í Húsi frítímans. Formenn og fulltrúar deilda Tindastóls sögðu frá starfi deildanna.