Ragnar Ágústson framlengir við Kkd. Tindastóls

Ragnar Ágústson hefur framlengt samning sinn við Tindastól til tveggja ára. Ragnar var einn af lykilmönnum Tindastóls á seinustu leiktíð þegar mfl. kk tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Ragnar er frábær liðsmaður, mikill baráttumaður og góður skotmaður.
 
Það er réttast fyrir stuðningsmenn að fara að dusta rykið af söngnum góða um Ragnar.
 
Raggi settur alltaf þrista
Þegar hann spilar fyrir Tinda
Hann er að fara á ball
Húúhhh
Hann er að fara á ball