- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir frjálsíþróttakona úr Tindastól hlaut sæmdarheitið „Íþróttamaður Skagafjarðar 2015“, og hún var einnig valin „Íþróttamaður Tindastóls 2015“. Þetta var tilkynnt í hófi sem UMSS hélt 27. desember.
Þóranna stóð sig frábærlega á frjálsíþróttamótum ársins.
Á innanhússmótunum varð Þóranna Íslandsmeistari í hástökki kvenna, stökk 1,67m sem er skagfirskt héraðsmet. Hún sigraði einnig í hástökki og 60m grindahlaupi á MÍ-15-22 ára.
Á utanhússmótunum varð hún Íslandsmeistari í hástökki og sigraði í hástökki og 100m grindahlaupi á MÍ-15-22 ára.
Þóranna Ósk var valin til keppni í hástökki með landsliði Íslands bæði á Smáþjóðaleikunum og í Evrópukeppni landsliða og stóð sig með sóma.
Á uppskeruhátíð frjálsíþróttaráðs UMSS var hún svo útnefnd „Frjálsíþróttakona UMSS 2015".
Til hamingju Þóranna Ósk !