- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Undirbúningur leiksins gekk vel, náðum við að æfa á
Skallaflötinni en erfitt er að æfa færslur og föst leikatriði á sparkvellinum,
svo menn eru mjög ánægðir að komast á stærra svæði. Kannski ekki kjöraðstæður
fyrir 1.deildarlið en þetta er víst raunveruleikinn í þessu fjölmenna sveitarfélagi
sem Skagafjörður er.
Strákarnir lögðu af stað rétt fyrir tvö á fimmtudaginn til
að etja kappi við Reykjavíkur Þróttara. Tindastóll mættu með vínrauða settið sitt
og spiluðu væntanlega fyrsta og eina leik tímabilsins í vínrauðu, þar sem
aðalbúningur liðsins er hvítur og Þróttarar eina 1.deildarliðið sem eru hvítir.
Fallegt veður var í Reykjavík, logn og fallega grænn völlur,
Reykjavíkur Þróttur byrjuðu aðeins betur, Sveinbjörn Jónasson átti fínt skot að
marki en Seb Furness varði vel. Tindastóll spiluðu vel í fyrri hálfleik,
boltinn gekk vel og sóknirnar stórhættulegar.
Fyrsta markið kom eftir fyrirgjöf frá Árna Öddasyni, en Þróttarar
náðu ekki að hreinsa boltann í burtu og datt hann á fjærstöng þar sem Elvar Páll
setti boltann yfir markið.
Sex mínutum seinna kom Atli Arnarson með draumasendingu í
gegnum vörn Reykjavikur Þróttara, en Steven Beattie fékk sending og var kominn
inn fyrir vörnina og kláraði vel.
Seinni hálfleikur einkenndist að þéttum varnarleik og
skyndisóknum. Fyrir hinn óbreytta stuðningsmann Tindastóls reyndi seinni
hálfleikur mikið á taugarnar, því liðið lá mjög aftarlega og beytti skyndisóknum.
Þróttarar minnkuðu muninn á 55.mín þegar slakur varnarleikur
leyfði þeim að senda boltann í gegnum vörnina þar sem Oddur Björnsson var allt
í einu einn á auðum sjó og kláraði framhjá Seb Furness.
Áfram hélt pressan að marki Stólana en mikil barátta og
skipulag skilaði þrem stigum í hús.
Flottur sigur og gaman að sjá liðið berjast svona vel fyrir
stigunum.
Næsti leikur er bikarleikur gegn Hamri í Hveragerði, en spilað verður á miðvikudaginn.