Nú hafa yngri flokkarnir lokið keppni þessa helgina.
Hjá 9.flokki stúlkna var spiluð tvöföld umferð þar sem að aðeins þrjú lið mættu til leiks. Stúlkurnar okkar sigruðu Snæfell örugglega í báðum leikum þeirra liða en töpuðu hins vegar báðum leikjunum á móti Fjölni. Það var virkilega gaman að sjá stelpurnar spila um helgina þar sem að framfarirnar hafa verið miklar og keppnisskapið hjá þeim og framlag til leikjanna til fyrirmyndar.
Drengjaflokkur fór fýluferð suður í gær og töpuðu með 20 stigum á móti Haukum en unglingaflokkur sigraði svo aftur á móti Fjölni örugglega hér á heimavelli með tæpum 30 stigum, 94-65.
10.flokkur drengja fór suður í Rimaskóla og töpuðust allir leikir þeirra, lítið meira frá því að segja.
Næsti leikur Tindastóls er á fimmtudaginn kemur, 16.október kl:19.15, þegar meistaraflokkur karla tekur á móti liði Þórs Þorlákshafnar.