11.flokkur lék heima í bikarnum við við Grindavík/Þór og biðu lægri hlut 62-79 og eru þar með úr leik í ár.
Drengjaflokkur tapaði einnig á laugardaginn eftir hörkuleik við Grindavík 75-81.
Unglingaflokkur fór síðan suður á sunnudag þar sem þeir tóku ÍR-inga í framlengdum leik 90-98. Meiri umfjöllun um þann leik er að finna
hér.
9.flokkur drengja lék í B-riðli við Njarðvík, Hauka, Ármann og KR-b. Liðið endaði í 4. sæti og spilar því áfram í B-riðli. Úrslit voru Tindastóll-Ármann 54-49, Tindastóll-Njarðvík 41-61, Tindastóll-Haukar 47-54 og Tindastóll-KR-b 49-50.
10.flokkur stúlkna lék í A-riðli. Stelpurnar fóru vel á stað í fyrsta leiknum gegn Njarðvík og leiddu 11-1 eftir fyrsta leikhluta. Leikurinn jafnaðist nokkuð eftir þetta auk sem erfiðlega gekk að koma turðunni ofaní körfuna í næstu tveimur leikhlutum. Staðan eftir þriðja leikhluta var 21-14. Í fjórða leikhluta hrökk síðan allt í gang og lokatölur 41-20.
Seinni leikurinn á laugardeginum var gegn Haukum sem leiddu mest allan tímann þó að munurinn væri aldrei mjög mikill. Staðan í hálfleik var 17-23 fyrir Hauka og 32-35 eftir þriðja leikhluta. Lokatölur 40-49 fyrir Hauka. Munurinn á þessum liðum er fyrst fremst sá að Haukaliðið er heldur hávaxnara.
Fyrri leikur á sunnudeginum var við Breiðablik. Sá leikur var aldrei spennandi. Staðan var 11-5 eftir fyrsta leikhluta og 21-14 í hálfleik. 37-18 eftir þriðja og 48-25 í leikslok.
Fjórði og síðasti leikurinn var gegn margföldum íslandsmeisturum Keflavíkur sem hafa verið Tindastólsstelpum erfiðar í gegnum árin. Keflavíkurstelpur fengu fljúgandi start en eftir að Tash tók leikhlé náðu okkar stelpur áttum og minnkuðu muninn sem var 11-14 eftir fyrsta leikhluta. Nokkuð jafnræði var í öðrum leikhluta þó að Keflavíkurstelpur hefðu frumkvæði, staðan 22-27 í hálfleik. Keflavíkurstelpur tóku hins vegar þriðja leikhluta og staðan eftir hann 29-44. Í fjórða leikhluta komu Tindastólsstelpur til baka, og skoruðu 17 stig gegn 7. Gaman að geta velgt Keflavíkurliðinu og hinum geðþekka þjálfara þess, Þresti Jóhannssyni, aðeins undir uggum. Lokatölur 46-51.
Ljóst er af þessum leikjum að 10.flokks stelpurnar eru í mikilli framför og er ekkert vafamál að sú reynsla sem að stelpurnar hafa fengið út úr því að spila í meistaraflokki er að skila sér. Varnarleikurinn er orðinn miklu ákveðnari og stelpurnar ráða orðið við að pressa upp allan völlinn og ákvarðanataka í sókninni er orðin yfirvegaðari. Með þriðja sætinu um helgina eru stelpunar áfram í A-riðli sem þýðir að í næstu turnerningu spila þær um sæti í undanúrslitum.