Drengja- og unglingaflokkar Tindastóls hafa staðið sig vel á tímabilinu
og þegar þetta er ritað er drengjaflokkur í þriðja sæti í sínum riðli
með 16 stig og tvo leiki til góða. Þeir hafa tapað tveimur leikjum
eins og efstu tvö liðin, Haukar og Grindavík/Þór sem eru með 20 stig.
Unglingaflokkur er í efsta sæti með fullt hús stiga eða alls 22
stig. Einhverjir leikmenn þessara flokka eru svo líka að spila með
meistaraflokki Tindastóls sem er í öðru sæti Dominos-deildinnarinnar þannig að það hefur verið nóg að gera hjá strákunum okkar í vetur og staðan gefur
góðar vonir um gott tímabil. Þar sem leikjaplan beggja þessara
flokka er með sama sniði og leikjaplan meistaraflokkana, það er að
spilað er 2x við hvert lið 1 leik á heimavelli og annan á útivelli,
eru ferðalögin orðin mörg og ennþá einhver eftir.
Drengjaflokkur er kominn í úrslit Bikarkeppni KKÍ og munu mæta Haukum
í Laugardalshöllinni á laugardag n.k. Þessi lið hafa mæst áður í
úrslitaleik í bikarkepninni, en það var árið 2011 og þá unnu okkar menn.
Strákarnir mættu Breiðablik í átta liða úrslitum, sá leikur fór fram
í Smáranum og vann Tindastóll 85-70, í fjögurra liða úrslitum mættu
þeir svo Njarðvík, í Njarðvík, sem þeir unnu einnig, en sá leikur
fór 96-91 í framlengdum leik, þeir eru því komnir í úrslit.
Úrslitaleikurinn er eins og fyrr segir á laugardag og hefst kl: 19.00.
að loknum leik KR og Stjörnunnar í mfl. ka. en þessa helgi verður
leikið til úrslita í öllum flokkum.
Við hvetjum að sjálfsögðu brottflutta stuðningsmenn sem og þá sem verða í borginni þessa helgi að mæta og hvetja strákan til sigur - Bikarinn heim!