- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Í dag var sameiginleg æfing allra iðkenda Júdódeildar Tindastóls ásamt iðkendum frá Júdófélaginu Pardusi á Blönduósi.
Yfir fimmtíu júdóiðkendur mættu á æfingu Júdódeildar Tindasós í dag. Um var að ræða sameiginlega æfingu allra iðkenda Júdódeildar Tindastóls sem komu frá Varmahlíð, Hofsósi og Hólum auk iðkenda á Sauðárkróki. Einnig var tekið á móti gestum frá Júdófélaginu Pardusi á Blönduósi.
Ekki var annað að sjá en flestir hafi skemmt sér vel á æfingunni og tekist hraustlega á í glímum og júdóleikjum.
Eftir æfingu stóð iðkendum til boða að fara í bíó í Bifröst á myndina um Lóa en um var að ræða sérsýningu fyrir júdóhópinn og létu flestir það tækifæri ekki úr greipum sér renna.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingunni sem Katharina Sommermeier og Jóhanna Ey Harðardóttir tóku.