- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Hann getur heldur betur reynst afdrifaríkur leikurinn við ÍR-inga syðra á fimmtudagskvöldið. Með sigri geta Tindastólsmenn náð Skallagrími að stigum og þar með skotist upp í 8. sætið, tapi þeir fyrir KR á útivelli, en með meira en 6 stiga tapi, jafnar ÍR Tindastól að stigum og kemst upp fyrir á innbyrðisviðureignum.
Staðan fyrir síðustu umferðina er þessi í neðri hlutanum:
8. | Skallagrímur | 7/13 | 14 |
9. | Tindastóll | 6/14 | 12 |
10. | Fjölnir | 5/15 | 10 |
11. | ÍR | 5/15 | 10 |
12. | KFÍ | 5/15 | 10 |
Öll þessi lið geta fallið, tölfræðilega séð og öll utan Fjölni, náð 8. sætinu líka. Það er því stutt í gleði og sorg þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.
Tindastóll á eftir að spila við ÍR úti og Grindavík heima.
Skallagrímur á eftir að spila við KR úti og Þór Þorlákshöfn heima.
Fjölnir á eftir að spila við Grindavík úti og Stjörnuna heima.
ÍR á eftir að spila við Tindastól heima og Keflavík úti.
KFÍ á eftir að spila við Stjörnuna úti og KR heima.
Fari leikirnir sem eftir eru, eftir hinni svokölluðu bók, eða nákvæmlega eftir stöðu liðanna í deildinni, eru litlar líkur á því að fleiri stig séu í boði fyrir liðin í neðri hlutanum, en stigin úr leik ÍR og Tindastóls. Leikurinn sá gæti því hæglega ráðið úrslitum um það hvort að það verði Tindastóll eða Skallagrímur sem fari í úrslitakeppnina og um leið hvort að ÍR-ingar falli hreinlega. Svo geta úrslit auðvitað orðið óvænt út um allt, við þekkjum það. Ofan á þetta allt er Tindastóll með lakari innbyrðisstöðu gegn bæði Fjölni og KFÍ.
Í það minnsta og óháð því hvernig aðrir leikir fara, þarf Tindastóll nauðsynlega á sigri að halda þó ekki væri nema að gulltryggja sig uppi í deildinni áfram og vonandi í leiðinni komast inn í 8. sætið í úrslitakeppninni. Það er í raun allt í boði ennþá; fall, gulltryggt sæti í deild og sæti í úrslitakeppninni.
Stefnt er að útsendingu á Tindastóll TV og að stuðningsmenn hittist á Mælifelli að venju og gæði sér á veitingum saman og horfi á leikinn.