- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Á dögunum var undirritaður samningur milli Knattspyrnudeilda Tindastóls, Kormáks og Hvatar um að senda frá sér sameiginleg lið í yngri flokkum til leiks á Íslandsmótið í knattspyrnu tímabilið 2022.
Flokkarnir sem sameiningin nær yfir eru fjórði og þriðji flokkur karla og kvenna, og annar flokkur karla. Liðin munu keppa undir nafninu Tindastóll/Hvöt/Kormákur.
Þórólfur Sveinsson (Tóti) yfirþjálfari yngri flokka hjá Tindastól segir að þetta séu frábærar fréttir og stór þáttur í að byggja upp öfluga yngri flokka sem mun skila landshlutanum öflugu heimafólki upp í meistaraflokka.
“Einnig erum við að horfa á að með þessari sameiningu getum við búið til flott lið í öðrum flokki karla og kvenna, krakkar sem geta verið hér í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Króknum og æft við toppaðstæður og þjálfun. Í FNV er knattspyrnuakademía sem við erum að efla enn frekar og því er þetta frábært fyrir allt samfélagið hér í heild,” segir Tóti.