- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
22. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina 1.- 4. ágúst.
Mótið er vímulaus fjölskylduhátíð, þar sem börn og ungmenni á aldrinum 11-18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum, en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.
Í setningarræðu sinni á mótinu tilkynnti Haukur Valtýsson formaður UMFÍ hvar næstu Unglingalandsmót verða haldin. ULM 2020 verður á Selfossi, ULM 2021 á Sauðárkróki og ULM 2022 í Borgarnesi. Unglingalandsmót hafa áður verið haldin þrívegis á Sauðárkróki, 2014, 2009 og 2004.
Nánari upplýsingar um ULM 2019 má sjá HÉR !
Keppni í frjálsíþróttum skipar stóran sess í mótshaldinu og sjá má úrslit frjálsíþróttakeppninnar HÉR !
Skagfirðingar unnu til fernra verðlauna í frjálsíþróttum nú. Indriði Ægir Þórarinsson varð landsmótsmeistari í spjótkasti 15 ára, Óskar Aron Stefánsson vann brons í spjótkasti og hástökki 15 ára, og Magnea Ósk Indriðadóttir brons í 60m hlaupi 12 ára.